111247008377640646

Kominn tími til að brýna tungu mína á spjótsoddum sannleikans:
Ég er í einhverri af þeim ógeðfelldari vinnum sem möguleiki er fyrir hendi að vinna. Ekki vegna þess sem í vinnunni felst heldur vegna starfsfólksins og ég má þakka Bibba fyrir að geðheilsa mín er ekki frekar röskuð. Hér fylgir lýsing á þeim helstu afsprengjum misheppnaðrar æxlunar er vinna með mér. Alræmt er orðið „Þríeyki Hinnar eilífu fáfræði“, þeir Luri, Baldur og Baritóndvergurinn. Luri lætur vitsmunaskort sinn ekki aftra sér og lætur óspart úr munni sínum fáránleik og firru. Þessi akfeita afsökun fyrir spendýr hlýtur að vera heimsmethafi í lélegum bröndurum. Baldur berst hetjulega fyrir því að tilveruréttur sinn sé viðurkenndur, en því miður fyrir hann er vitleysa sjaldnast viðurkennd. Síðast en ekki síst er hinn aldræmdi höfuðpaur: Baritóndvergurinn. Dvergurinn er eitt það fáránlegasta afstyrmi sem úr legi hefur oltið og ber útlit ellefu ára kórdrengs ásamt því að sporta hinni brothættustu baritónrödd er nokkru sinni hefir heyrst. Dvergur heldur því fram að hann sé framhaldsskólanemi. Enginn trúir því.
Svo koma „The Lesser Spawn of Evil“. Þar fer fremstur í fylkingu fyrrverandi hobbitinn Viktor, sem kyrjar „My Precious“ fyrir framan altari af traktor hvert einasta miðnætti. Viktor þjáist einnig af langdegisþunglyndi á sumrin en leggst í hýði á veturna. ÞETTA þarf ég að vinna við!!!

Annars þá átti ég yndislegan vinnudag í dag. Ég fékk að slá gras, slá gras, slá gras og gras og gras og gras og meira gras…

Radiohead quote dagsins:
„You will never make friends unless you like everyone genuinely. Oh well, I’m fucked then aren’t I?“ -Thom Yorke, söngvari og gítarleikari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *