Kaffihús

Ég var bara að koma inn úr dyrunum eftir að hafa farið með Sigga og Silju á kaffihús. Skyndilega rann upp fyrir mér að það hefur varla liður dagur undanfarnar vikur sem ég hef ekki eytt verulegum hluta af á kaffihúsi. Það er kannski ekki skrýtið í ljósi þess að Siggi er mjög duglegur við að bjóða mér með sér. En þó er það kannski skrýtið í ljósi þess að ég hef ekki átt neina peninga í langan tíma. Svo vil ég nota tækifærið til að ráða ykkur heilt. EKKI fara út á svalir á Glaumbar. Það gæti komið gaur og læst ykkur úti. Eina leiðin þaðan er að hoppa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *