Í dag rigndi eins og Ödipus…

…og þar með er brandarinn tvístolinn. Í allan dag vann ég undir hefndarskúr skapara vor og þar dugði ekkert mögl. Eftir að hafa staðið í þeim leiðindum (það ber að athuga að leiðindi geta verið ágæt sé borgað fyrir þau) fór ég í ríkið og keypti kassa af Newcastle Brown Ale. Þá er maður vel settur fyrir þau tvö stóru fyllerí sem helgin og mánudagurinn í sér fela. Einnig keypti ég birgðir af tóbaki til að endast mér út næstu viku. Þess fyrir utan má geta þess að eftir sturtuna mína ákvað einhver mannvitsbrekkan að skrúfa fyrir allar vatnsleiðslur hússins svo að ég þurfti að þurrraka mig. Það var ógeðsleg lífsreynsla sem ég vona að þurfi ekki að endurtaka sig.
Svo ætlum við Alli, Tóta og vinkonur hennar að kíkja niður í bæ. Ekkert áfengi fyrir mig. Ég verð á bíl. Að þessu pexi loknu bið ég ykkur vel að lifa og verið svöl, skólinn er böl (this just doesn’t work in Icelandic).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *