Rútínan

Skyldi maður verða hlessa? Þessi nótt virðist ætla að vera jafn fljót að líða og bölvuð helgin! Svona er þetta þegar hrukkurnar fara að koma sér fyrir og maður finnur ellina hellast yfir sig eins og hland úr næturgagni satans. Tíminn fer hreinlega að fara í sandinn! Ekki geri ég grein fyrir dagamun lengur og sjaldnast man ég hvaða dag ég gerði hitt og hvaða dag ég gerði þetta. Allir dagar eru eins. Til forna var þetta ástand talið vera hið versta mögulega helvíti sem hægt væri að hugsa sér. Ekki man ég hvað þeir kölluðu það en ég kalla það rútínu. Rútínan er gersamlega að ganga fram af mér. Við skulum þó sjá til hversu rútínan breytist við útborgun. Þær eiga það til þessar rútínur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *