111533511233920737

Þunnildi
Ég er ekki frá því að ég sé ennþá þunnur eftir laugardagskvöldið. Ég held samt að ég hafi sloppið nokkuð vel. Þunnasti maður allra tíma var alltaf Alli. Í ljósi bindindis hans get ég þó ekki sagt það lengur.
McAdamíserun
Merkilegt þykir mér að malbikarar nokkrir sem voru að sinna iðju sinni við spítalann klukkan átta í morgun eru enn að fyrir utan heimili mitt. Það gerir tólf tíma vinnudag í erfiðisvinnu. Hetjur.
Og Vodafone
Enn einu sinni hefur símanum mínum verið lokað vegna ógreiddra skulda. Þar lágu danir í því.
Ruslakallar
Ég hef heyrt að ruslakallar kalli sig „sorptækna“. Þetta sýnir bara það að sama hversu lágt þú ert í þjóðfélagsstiganum geturðu kryddað upp á tilveruna með ómfögrum titlum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *