Já, lífið er undarlegur staður til að eyða ævinni á

Margt hefur borist mér til eyrna varðandi laugardagskvöldið mikla. Ég stökk víst upp á ljósastaur af kátínu ef marka má Alla, tók ekki eftir slagsmálum sem áttu sér stað metra útfrá mér sökum ölvunar og svo til að toppa allt saman komst ég að ýmsu um stúlkuna sem ég gerðist náinn með. Hún er víst fyrrverandi kærasta Hjalta verkstjóra. Að sjálfsögðu notfærðu vinnufélagarnir sér tækifærið til að spyrja hvernig Hjalti bragðaðist. Ég reikna þó reyndar fastlega með því að hún hafi burstað tennurnar eitthvað síðan sambandi þeira lauk enda hefur það verið í gangi á júratímabilinu ef marka má hve lengi Hjalti hefur verið með sinni núverandi. Allt saman kemur þetta þó niður á eitt: Eitthvað fífl eyðilagði alla framtíðarmöguleika með stúlkunni án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *