Strætó

Rétt í þessu, sem ég kem úr bankanum sé ég mann bíða eftir strætó. Sjálfsagt hefur hann beðið eftir fjarkanum, því þegar tólfan kom hristi hann höfuðið til vagnstjórans til merkis um að hann kæmi ekki með. Svo, þegar það var um seinan, áttaði hann sig á mistökum sínum og hljóp á eftir vagninum, sem þá var kominn of langt í burtu. Eldra fólk en hann gæti beðið í heilan dag án þess að gera sér grein fyrir því að fjarkinn er orðinn að tólfunni. Nýja kerfið er ekki betra en það gamla, en það er hins vegar grunnur að betra kerfi. Og það er vonandi að fólk þurfi ekki of langan aðlögunartíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *