Daily Archives: 27. júlí, 2003

Enn einn launalaus vinnudagur liðinn 0

Öllum deginum eyddi ég í að setja upp einangrun í nýja húsinu hans pabba. Að sjálfsögðu vill hann fá menn með reynslu. Enga reynslu ef marka má sjálfan mig, og aldrei má efast um notagildi þess að spara. Sérstaklega með að fá lélegar sonarómyndir sínar fyrir handverksmenn til að reisa sér bústað. Ég er ansi […]

111533307274343071 0

Ah. Hinar grátbroslegu staðreyndir lífsins.

Nostalgía 0

Man einhver eftir gömlu góðu bankabókunum? Þegar maður spáir í þeim núna þá voru þær alveg ótrúlega ópraktískar. Rúmlega A5 að stærð og svo þurfti alltaf að renna þeim í gegnum prentara til að fá nýjustu stöðuna á reikningnum. Ætli það sé enn hægt að fá svona? Ég er ennþá með opna bankabók hjá sparisjóði […]

111533319348986523 0

Jæja, þá er það ristað brauð og Andrésblöð fyrir svefninn.

Nigeríusvindl 0

Ha ha ha! Ég var að fá tölvupóst frá konu sem kallar sig ekkju hins heitna Sani Abacha og vill færa pening inn á reikninginn minn. Fyrir utan augljósleik þess að þetta er svindl þá fékk ég bréf frá Abacha fyrir mánuði en hún vill meina að hann hafi látist árið 1998. Ekki nóg með […]

Terminator 3 0

Ég fór á þessa mynd af einskærum spenningi því allir höfðu sagt mér að hún væri góð, og það var rétt, aldrei þessu vant. Eitt helsta lýsingarorð sem ég get fundið yfir myndina er: Saaaaaaaaaææææææææææææææææææææælaaaa! Myndin var vel gerð, vel leikin (ef miðað er við Terminator-kvarða) og handritið vel skrifað. Myndin heldur (að sjálfsögðu) áfram […]