Talandi um skóla…

Í dag sótti ég bókasafn MS heim. Kannski engin Íþaka en þar get ég þó átt mér afdrep þegar ekkert annað býðst. Ég hef hreinsað köngurlóavefina af borði einu sem ég hef gert tilkall til. Merkilegt borð reyndar, en það prýðir snotur vísa sem hljóðar svo:
„Feitur maður ríður fast,
veldur miklum særingum.
Pabbi, pabbi ekki fast,
ég var að byrja á blæðingum.“
Það er klárt mál að mikil skáld hafa forðum setið við borð þetta og á það sér langa sögu ef marka má rúnaristurnar: „Versló, vesti skólinn“, „Ég er pervert. Viltu snerta mig?“, „Mamma þín er með lim“ og svarið við þeirri staðhæfingu: „Ertu eikkað geðveikur? Hann er ekki með lim.“

Spekingar hafa þeir ugglaust verið. Einnig hefi ég tekið eftir frábærleik bekkjarlandans, en viskusamleg ummæli eru þeirra siður, að ógleymdri tilhneygingunni sem fólkið hefur til að tala eingöngu í bundnu máli.

Annars hitti ég hann Jón Pétur, Ármann beljunnar (þið þurfið helst að vera í MS til að skilja þetta), í strætó á leiðinni heim. Var hann að vanda hress og hafði góðar sögur að segja. Alveg um að gera að vera hress.

Nú að lokum vil ég koma orðum að vandamáli sem hrjáir mig, þó aðeins lítið, en það mun vera allt aukanámsefnið sem ég þarf að gjöra svo vel að læra. Hef ég áhyggjur af því að mér muni síður en svo vaxa fiskur um hrygg þegar kemur að jólaprófunum.
Úff! Sem betur fer verð ég laus við þetta á vorönninni. Svo fremi sem ég næ því um jólin. Stundum fæ ég það á tilfinninguna að MS sé að reyna að vera MR hvað kröfur varðar. Einn daginn mun verða ofauðgun í vistkerfinu (MS) sem verður þess valdandi að kröfur munu snarlækka. Eða svo segir Örnólfur hinn fróði Thorlacius.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *