Hvílíkt yndi!

Ekki nóg með það að ég hafi eignast Stalker heldur hef ég líka orðið mér út um óvildarmann. Ekki veit ég hvers vegna en viðkomandi hefur hreytt einhverjum bannsettum móral framan í mig í allan dag. En gaman. Ég er farinn að efast um getu mína til að eignast vini í þessu musteri tjokkóanna.

Eftir þennan yndislega skóladag gerði ég mér leið niður í miðbæ Reykjavíkur (ekki Kringluna Bibbi) af tveimur ástæðum. Annars vegar þurfti ég að fara með filmurnar frá Krítarferðinni í framköllun, sem og ég gerði, og hins vegar þurfti ég að skipta tveimur enskubókum (þar sem ég fékk enskuna metna) í staðinn fyrir eðlisfræðibók. Ekki tókst mér þó það ætlunarverk sökum kvittunarmissis.

Að þessu loknu fór ég niður á Lækjartorg. Þar kom að mér róni, hafandi á hendi ásakanir þess efnis að ég væri fullur. Eftir nokkurn tíma tókst mér að losna við hann, án þess að komast að því hvað hann þóttist hafa fyrir sér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *