Tvítugsafmæli

Mér og Alla var boðið í tvítugsafmæli vinar míns í gær. Dæmið var haldið inni á LA Café og var þar bjór á boðstólnum. Einnig hitti ég ólíklegasta fólk þar, en af þeim sem ég man eftir má nefna Bjögga, Þorvald, Ingunni og Guðrúnu, allt saman snilldarfólk, nema kannski Guðrún.

Einhversstaðar þarna inni var hurð inn í eldhúsið og ég fékk hana svona fimm sinnum í bakið vegna þess að ég gleymdi því alltaf að hún væri þarna og nú sit ég, illa marinn á bakinu, að reyna að jafna mig á gærkvöldinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *