Daily Archives: 5. maí, 2004

111713374622791929 0

Þegar ég var barn studdi ég Sjálfstæðisflokkinn í einu og öllu, því eins og öll önnur börn gerði ég ráð fyrir því að verða ríkur, og hugði ég, að þar væri auðvaldið niður komið. Var ég bráðþroska? Hreint ekki. Enda varla hægt að tala um neinn sérstakan þroska þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. Þetta segi […]

111713371297123586 0

Óþolandi krakkahelvíti. Það þarf að hafa sig allan við til að halda þessum skrýmslum í burtu, og ekki bætir það úr skák að litli bróðir minn sendir boðskort út um allan bæ. Gott væri að verða sér út um einhvers konar gervigreint leisernet og koma því fyrir í dyrunum. Netið myndi aðgreina boðflennur og heimilismeðlimi […]

111713368599500714 0

Ég rakst á þessa síðu fyrir tilviljun. Takið eftir þar sem stendur „Mark making a traditional Icelandic meal“ við hliðina á mynd af manni sem heldur á einhverju sem helst líkist Knorr súpupakka.

Eyrbyggja saga 0

Íslendingar eru öðrum þjóðum verri í plebbaskap og durgslegum aðförum gegn náunga sínum. Í Eyrbyggja sögu ákveða Kjalleklingar að þeir megi míga og skíta hvar sem þeim sýnist, á helgistað eður ei. Þetta gremst Þórsnesingum og upphefst bardagi milli þeirra sem kostar sjö menn lífið. Engu að síður fannst mér þetta fyndið. Það eru samt […]

111713362277848768 0

Þvílíkt Fensterwetter!

111713359515970684 0

Ég minnist þess þegar ég var í tíu ára bekk að við vorum beðin um að teikna mynd af mengunarvöldum. Einn strákur, hvers nafn verður ekki nefnt, teiknaði mynd af drossíu (e. Limousine) með kjarnorkuversstrompi ofan á, sem í þokkabót var að því kominn að springa (e. meltdown). Ég gerði þau mistök að spyrja hann […]