Daily Archives: 11. maí, 2004

Amerískt 0

Þetta er eins amerískt og það verður. Sjálf staðalmynd bandarískra unglinga.

Barnaklám 0

Ég fordæmi þetta barnaklám sem viðgengst í bleyjuauglýsingum!

Eldur 0

Eftir prófið í dag fór ég til föðurhúsa minna til að gefa fiskum þess gamla að éta. Á leiðinni til baka úr Grafarholtinu varð ég var við mikinn reykjarmökk við Ingvar Helgason. Ég dreif mig þangað hið snarasta til að sjá hinar miklu eldglæringar sem fengu sjálfan Surt til að skammast sín, en varð fyrir […]

Líkamshreingerning (ekki ber að taka bókstaflega) 0

Ah! Þetta var hressandi. Hvað var svona hressandi? Jú, það var líkamshreingerningin. Skal ég nú lýsa henni í grófum smáatriðum. 1. Ég klippti neglurnar á fingrum mér og hreinsaði burt bjakkið sem þar hafði undir sest. 2. Ég klippti tuttugu metra langar inngrónu táneglurnar á mér (já, ég er ógeðslegur), og naut vel. 3. Ég […]

Í útvarpinu 0

Í dag sem svo oft áður hlustaði ég á útvarpið í bílnum. Tvennt stóð þar upp úr. Annars vegar var sagt frá sálfræðitilraun þar sem úrtakinu var skipað í tveggja manna hópa. Þeim fyrri var boðin tiltekin peningaupphæð og gert að ráðstafa þeirri upphæð milli sín og hins mannsins í hópnum. Mátti hann skipta peningunum […]

Prófin búin 0

Þá eru prófin búin og senn mun ég skunda heim að dusta rykið af rakhnífnum. Órakaður sjentilmaður er ódannaður sjentilmaður.