Daily Archives: 15. maí, 2004

108465500622328989 0

Fyrir ykkur tungumálanerðina.

Eurovision II 0

Og ég verð að játa að ég hef alveg ágætlega gaman að hallærislegu atriðunum. Alvarlegu atriðin eru leiðinleg. Maður tekur ekki þátt í Eurovision til að vera töff heldur til að vera asnalegur. Það er alltént mín ályktun. Ég meina, ekki getur fólk verið svona hallærislegt í alvörunni?

Eurovision 0

Einu sinni á ári blogga allir um það sama, hina margumræddu Eurovision/Evróvisjón krísu. Þá sjá ekki allir að það skiptir engu máli hvað maður kallar þessa keppni, það breytir henni ekki í eðli sínu. Um flesta hluti gildir að titillinn skiptir sjaldnast máli. Sumir beita þýskum framburði (ojróvisjon). Það finnst mér sniðugt, en sjálfur segi […]

Eftirmiðdegisógleði 0

Ég held ég hafi komist nokkuð nálægt því áðan að líða eins og óléttri konu sem ég sat í vinnunni. Á tímapunkti var ég alvarlega að hugleiða að æla ofan í ruslafötuna undir borðinu mínu svo ég gæti nú komið ógleðinni frá. Svo, eins og það væri ekki nógu slæmt að hafa magann uppi í […]

Tæknimál 0

Mig langar að búa til RSS-feed fyrir nokkrar síður svo ég geti séð þar þegar fólk er búið að blogga eitthvað nýtt. Gallinn er að íslenska RSS síðan er hætt að bjóða upp á nýskráningar. Þar lágu danir í því! Kann einhver að búa til svona kerfi fyrir mig?

Fyndið 0

Þetta heyrði ég í vinnunni í dag (orðrétt): Nýjustu fréttir frá Írak herma að þar sé verið að pynta menn. Þeir eru þá látnir drekka áfengi, borða svínakjöt og hafa samfarir. Í Írak heitir þetta pyntingar. Á Íslandi heitir þetta árshátíð.

Framhald 0

Svo ég bæti við fyrsta lið síðustu færslu, þá furða ég mig á því að ég, „kommúnistinn“, þyki svo róttækur í hugum Heimdellinga að vilja frið, jafnrétti og bræðralag. Orðið frelsi mun ég aldrei nota, nú þegar kanaagentar Heimdallar brúka það sem samnefnara yfir hryðjuverk Bandaríkjaforseta í Írak. Þá þykir mér skárra að vera bendlaður […]

Júróvisjónblogg 0

Þá er komið að því sem allir evrópubúar hafa beðið eftir: Júróvisjón. Í kvöld klukkan sjö munu allir evrópubúar (auk Ísraels og fleiri asíulanda sem einhverra hluta vegna fá að taka þátt í Júróvisjón) sitja heima með munninn fullan af kartöfluflögum og Vogaídýfu (svo ég alhæfi út frá eigin reynslu) horfandi á Júróvisjón. Það er […]

Eip 0

Hér nær eipið hámarki.

Jæja 0

Blogghvarf mitt hefur þegar valdið rimmu meðal helstu stjórnmálamanna Íslands og Bretlands. Hlýt ég aðallega stuðning Bretlands, en þá sannast hið forkveðna að enginn snillingur er vinsæll í sínu heimalandi.