Eftirmiðdegisógleði

Ég held ég hafi komist nokkuð nálægt því áðan að líða eins og óléttri konu sem ég sat í vinnunni. Á tímapunkti var ég alvarlega að hugleiða að æla ofan í ruslafötuna undir borðinu mínu svo ég gæti nú komið ógleðinni frá. Svo, eins og það væri ekki nógu slæmt að hafa magann uppi í koki, var ég með þvílíkan höfuðverk að annað eins hef ég ekki fundið. Svo til að kóróna allt saman var ég hættur að geta einbeitt mér og farinn að sjá verr en mér þykir eðlilegt.

Ég neyddist á endanum til að forða mér úr vinnunni, dauðhræddur um að aðsvif, heilablóðfall eða skyndilegur dauði biði handan við hornið. Ekkert af þessu hefur enn gerst og þakka ég því fyrir að ég er kominn heim. Samt ansi hræddur um að ég verði að leggja mig. Mér er enn óglatt …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *