108939150008892678

Ég er búinn að fá staðfest frí í annarri vinnunni minni, bæði fyrir Ítalíuförina og hringveginn. Þá er bara eftir að fá frí frá hinni vinnunni. Það varð mér ljóst í gær að þegar ég loksins fer utan mun ég hafa unnið í rúman mánuð, samfleytt og án nokkurra frídaga eða helgarfría. Það er ekkert sældarlíf að þurfa að vinna alla daga, en það verður vel þess virði þegar líður að ferðadægrum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *