108939473781466231

Rétt í þessu rakst ég á þessa síðu, en þar er í tvígang minnst á Blogg satans, sem heitir raunar öðru nafni núna, eins og varla hefur farið framhjá mörgum lesendum þessa bloggs. Ekki veit ég í hvaða samhengi fólk talar um blogg þetta – hvort verið sé að mæla með því eður frá – en það er gaman að sjá að lesendahópurinn er aðeins stærri en ég taldi mér trú um, burtséð frá því hvort fólk les sér til skemmtan eður gremju.

Sérstaklega þótti mér merkilegt að sjá þau ummæli drCronex: „Blogg satans…horfið!“ Ég ætla rétt að vona að bloggið hafi ekki versnað við nafnbreytinguna …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *