109109125396276235

Menn hafa nú í nokkurn tíma borið það ofan í mig að ég þurfi að skipuleggja fríið mitt mjög vel, þ.m.t. ferðafélagi minn. Er því ekki að skipta. Það felst vinna í skipulagni og mér kæmi ekki til hugar að eyðileggja fríið mitt og skipuleggja það. Aukinheldur er skemmtilegra að ákveða allt þegar að því kemur, eða jafnvel að ákveða ekki neitt, bara gera það. Skipulagni má fara andskotans til (og koma aftur þegar ég byrja í skólanum!).

Ónefndur vinnufélagi er bloggari og beini ég til hans þeirri forláta bón að hann lagfæri athugasemdakerfi sitt (takið eftir íslenskuvæðingunni? Ekkert kommentakjaftæði lengur!), enda er hann engu bættari án athugasemda minna, sem þykja með eindæmum skemmtilegar, hnitmiðaðar og gagnlegar. Trúið mér ekki? Spyrjið mig!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *