109109231067040212

Ég biðst innilegrar afsökunar á bloggtíðni dagsins. Ég virðist vera háður blogginu og, þegar ég sé fram á bloggleysi næstu daga, blogga ég á fullu spítti – eins og maður sem vill hætta að reykja og reykir heilan pakka á kortéri í von um að það haldi honum gangandi í nokkurn tíma. Slíkt virkar að sjálfsögðu ekki.

Til eru menn sem hætta að blogga í hreinni tilraun til ósvífni og gera lítið úr fíkn annarra í „efnið“. Þetta kalla ég „Sick boy einkenni“ og vitna þá í Trainspotting.

Jæa, nóg komið af þessu rugli. Senn held ég út í rigninguna að hitta uppáhaldsþjónustufulltrúann minn í bankanum og gjaldkerann, sem ég þekki þó ekki eins vel, enda hraðbankar nær algjörlega búnir að leysa þá af hólmi. Ef hraðbankar byðu upp á erlendan gjaldmiðil auk hins hérlenska þyrfti ég aldrei að tala við gjaldkera aftur.

Og meðan ég man! Ég á enn eftir að pakka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *