109380593912033872

Fyndið þykir mér, að nær enginn þekkti Forest Whitaker, fyrr en hann kom til landsins. Undanfarin ár hef ég oft minnst á hve mikil synd það er, að Whitaker leiki svo sjaldan í kvikmyndum. Hafa svörin oftast verið á þá leiðina, að viðmælendur mínir vita ekki hvern ég á við. Nú hefur þó orðið kúvending. Vissulega er það gott að fólk þekki orðið manninn (enda snillingur!), en þetta segir hins vegar mikið um almenna þekkingu fólks. Auk hinna frægustu þekkir fólk aðeins „Íslandsvini“.

Og þetta er fyndið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *