109387410540467516

Skemmtilegasti skóladagurinn til þessa. Hagfræðikennarinn hélt mér eftir tíma og bað mig vinsamlegast um að stilla sér ekki upp við vegg með skotum á ríkisstjórnina, en skömmu áður hafði ég gert athugasemd við áætlun stjórnvalda að draga úr þenslu og lækka skatta á sama tíma. Þó hún væri mér sammála, að þær aðgerðir eigi ekki við rök að styðjast, er henni víst fyrirmunað að tjá sig um stjórnmál við nemendur.

Talandi um „stjórnmál“ virðist ekkert lát ætla að vera á Heimdallartíðendum. Gaman þykir mér að hvernig stúlka er kynnt til sögunnar: Helga Björgvinsdóttir Bjargardóttir. Er Björgvin þessi, faðir hennar, þá kynskiptingur eða hvernig stendur á því að hann er dóttir þessarar Bjargar?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *