110018223288240017

Leiðréttist hérmeð færsla mín um x-kynslóðina. Fólk fætt á árunum 1964-1977 telst til x-kynslóðarinnar, en við, sem fædd erum 1979-1994, teljumst til y-kynslóðarinnar. Þetta hafði ekki hvarflað að mér og ég þakka Elíasi leiðréttinguna.

Legg samt til að x-ið verði fellt úr málinu.

Nú er hinsvegar að andmæla samráði félaganna um að kommentéra allir á sama tíma.

Þorkell:
1. Þú röflar greinilega ekki nógu mikið, fyrst ég röfla meira en þú.
2. Þú getur ekki gert rss-fréttaveitu nema þú skiptir um bloggkerfi, eins og ég hef raunar áður sagt þér. Mæli þá helst með Blogger eða Movable Type. Hið síðarnefnda kostar að ég held.
3. Þú ert ósvífinn.

Bjössi:
Ég röfla eins og mér sýnist.

Skúli:
Skyr er ekki gott.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *