Björn Bjarna og kommúnisminn

„Ég sagði frá því í síðasta pistli, að ég hefði heimsótt kommúnistasafn í Prag. Þar voru sýnd áróðursplaköt gegn Bandaríkjunum og þegar þau eru skoðuð kemur í ljós, að í þeim er einmitt sami tónn og í þessum leiðara Jónasar Kristjánssonar. Þegar ég starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu fengum við daglega sendingu úr sovéska sendiráðinu í nafni Novosti-fréttastofunnar og var uppistaðan í þeim áróðri, að ofstækismenn, sem best væru geymdir á hæli, stjórnuðu ferðinni í Bandaríkjunum og ógnuðu heimsfriði – nú er Novosti­ á öskuhaugi sögunnar en Jónas Kristjánsson heldur merkinu enn á loft [-i INNSKOT BLOGGARA]!“

-TEKIÐ AF BJÖRN.IS

Björn Bjarnason er fyndinn. Það er merkilegt hvernig samsæriskenningar um kommúnistaáróður lifa ennþá, þrátt fyrir endalok (a.m.k. opinber) Kalda stríðsins. Hvenær ætlar Björn að hætta að mála skrattann á vegginn? Maðurinn má ekki í friði vera fyrir fornri kommafóbíu kapítalsins. En það er svo sem ekki að undra, enda er Björn sjálfur svo forn að hann man engan óvin verri en kommadjöflana í austri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *