Múltílíngval

Þetta ætla ég að stúdera um jólin, svo ég kunni að minnsta kosti stafrófið. Það háir mér stundum að vera ekki læs á grísku. Til dæmis núna. Á næsta ári hef ég svo hugsað mér að nema ítölsku við MH, grísku og rússnesku við MS. Það er viss áskorun sem felst í að læra tvö ný (en áþekk) stafróf á sama tíma.

Ítalskan á ég ekki von á að verði erfið, enda kunni ég hana eitt sinn, endur fyrir löngu. Latínan er svo eitthvað sem ég hef verið of latur við að læra.

Annað sem ég þarf að kynna mér, og ég skammast mín hálfpartinn fyrir að hafa ekki enn gert, er blæbrigðamunur á dönsku, sænsku og norsku. Það er leiðinlegt að afgreiða svía í Ikea, ekki kunnandi annað en dönsku.

Þegar ég næ meiri leikni í þýsku hyggst ég kynna mér hollensku og slá helsta hollvini hollenskrar tungu þarmeð við.

Miklar ambísjónir, en verður eitthvað af þessu öllu saman? Það ætla ég að vona!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *