Senn dey ég

Ég er með óbærilega verki jafnt í baki sem í kviðarholi, og ég veit, að dauðinn er á næstu grösum. Það er því til lítils annars tilgangs að blogga, en að gefa veraldlegar eigur mínar, þeim sem þurfa þykir, post mortem Aquilami.
Þórður fær því Þórbergsbækurnar mínar og Silja fær kisuna mína. Afgangurinn fylgir mér í kumlið, þarmeðtalið hross mitt, söðull og sverð. Ég hef enn ekki ákveðið dánarorð mín, en allar góðar tillögur eru vel þegnar. Svo lengi sem þær eru töff.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *