Ég skil ekki jólalög

Um daginn heyrði ég klassískt jólalag, en ég hef aldrei náð textanum í viðlaginu. Það sem ég heyri er: Gaman er að geta um jól, ég hvarf sem lítið barn. Það er nú ekkert sérstaklega fallegt eða jólalegt, svo ég bið lesendur sem vita sannleikann, að segja mér hvernig þetta á að vera.

Annar texti, sem ég þó greini, fer alveg rosalega í taugarnar á mér: Hvers vegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag? Hvurslags merkingarlaust bull er þetta eiginlega?

Í öðru lagi, sem ásamt næsta lagi á undan var á hryllingsplötunni Rokk og Jól, er viðlagið „Nei, nei, ekki um jólin“, í engu samhengi við textann á undan, þar sem talað er um að elda jólamatinn og klæða sig upp. Ég botna hvorki upp né niður í þessu.

Og hvers vegna telst „Þyrnirós var besta barn“ vera jólalag? Það er alveg steikt!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *