110272269677713162

Hvort sem það kann að þykja gott eða slæmt er ég hættur að nenna að leiðrétta talanda fólks, eins og ég stundaði grimmt fyrir tveimur árum. Hins vegar er ég ekki enn farinn að leiðrétta jólasveinakreddu barna. Reyndar myndi ég aldrei þora því. Þó er ekki bætandi á fáfræði og kreddur sem troðið er inn í huga barna.

Ég sé að ég er ekki sá eini með sýrðar draumfarir. Minn draumur verður þó að teljast eiga vinninginn. Kannski ég segi frá honum síðar. Kannski ég taki m.a.s. aftur upp atkvæðagreiðslur um ýmsar æskuminningar mínar, eins og ég gerði reglulega fyrir tæpu ári. Annars ræð ég lesendum mínum frá því að lesa of mikið af gamla blogginu mínu. Það er verulega lélegt.

110271936811102899

Lag dagsins: Life in a Glass House – Radiohead.

Tilvitnun dagsins er úr sama lagi:

„Once again packed like frozen food and battery hens
Think of all the starving millions
Don’t talk politics and don’t throw stones
Your royal highnesses

Once again we are hungry for a lynching
That’s a strange mistake to make
You should turn the other cheek
Living in a glass house …“

Draumfarir

Ég átti fáránlegar en stórmerkilegar draumfarir sem endranær, en ég hef legið meðvitundarlaus uppi í sófa frá því ég kom heim úr prófinu. Vil ekki segja frá þeim hér. Þær eru ekki eins merkilegar og þær eru fáránlegar. Hvert er annars samhengið milli hasarsmikilla draumfara og svitabaðs? Ég hef allavega tendens til að vakna kófsveittur eftirá.
Ég sé að enginn hefur gert athugasemd við semí-hreintungufasismastefnu mína. Það getur þýtt eitt af tvennu: 1. Að allir séu mér sammála, eða 2. að allir séu mér ósammála og hugsi mér þegjandi þörfina fyrir pólitískt rangar skoðanir mínar sem eigi ekki upp á pallborðið hjá nútímalega þenkjandi fólki. Ætli ég verði þó nokkuð að martý (beygist eins og Týr)?
Ætti ég að byrja að læra nú þegar eða ætti ég að slá því á frest, bara í kvöld?

Einkunnaspá V: Mannkynssaga

Kraftur vitneskju minnar fór sem stormsveipur um skólastofuna og hefur slíkur kraftur ekki sést síðan Krústsjov buffaði púltið með skó sínum. Spáin fyrir þetta próf er 9. Ætli allar þessar spár mínar standist?

En að öðru. Það er nefnilega kominn tími til að skilgreina mig örlítið.

Ég er semí-hreintungufasisti, jafnt í íslensku sem öðrum tungumálum, en ég geri greinarmun á að kunna ekki móðurmálið og að sletta í stílskyni. Mér þykir það slæmt þegar tungumál eins og t.d. danska nota orð eins og „firetruck“ um fyrirbæri sem allt eins mætti kalla „brændebil“. Hins vegar geta erlend tungumál haft jákvæð áhrif á tungumál, sé slangrinu beitt á vissan hátt. Þannig hvet ég t.d. eindregið til að fólk sletti sem mest til að auðkenna stílbragðið, s.s. með kansellístílnum, en ég formæli notkun á tilefnislausu slangri ef það er úr stíl við samhengið. Ennfremur þykir mér óafsakandi þegar fólk yfir sjálfræðisaldri (og jafnvel yngra) gerir ekki greinarmun á þessu eða kann ekki íslenskt mál betur en svo, að það kann ekki aðra leið til tjáningar en með notkun slangurs.
Undantekningar á þessu er t.d. fólk af erlendum uppruna, hvort sem það kann eitthvað eða ekkert fyrir sér í þjóðtungu þess lands sem það býr í. Fólk má tala hvaða tungumál sem því þóknast og nýbúum er frjálst valið. Ef erlendir innflytjendur bera sig eftir að læra þjóðtunguna er það hið besta mál en ekki er hægt að ætlast til að þeir nemi hana algjörlega. Hins vegar er vel hægt að ætlast til, að þeir sem gjarnan eru titlaðir íslendingar á kostnað nýbúa, tali góða íslensku, og það sama á við í öllum öðrum löndum.
Ég tel að vernda beri þjóðtungur allra landa. Ég vil eina tungu eða fleiri á hvern – ekki eina fyrir alla. Ég vil að sem flest þjóðarbrot geti búið saman og þróað menningu hverrar þjóðar fyrir sig í sameiningu, með tungum sínum og siðum, en ekki einhlítt enskusamfélag þar sem allt er staðlað og ófjölbreytt. Tungumálin eru aðeins eitt fyrirbæri sem stuðlar að fjölbreytni milli samfélaga og því er mikilvægt að viðhalda þeim.

En nú læt ég staðar numið og leyfi lesendum mínum að drulla algjörlega yfir mig.