Skammdegisþunglyndi

Rosalega er ég þreyttur og áhugalaus. Ég hef það á tilfinningunni að hjá mér komi jólin ekki fyrr en í janúar. Samt ekki. Janúar og febrúar eiga það sameiginlegt að vera tveir leiðinlegustu mánuðir ársins, svo … já. Ætli þau komi nokkuð?

Ég tók þátt í ljóðasamkeppni. Niðurstöðurnar átti að birta á miðvikudaginn. Eitthvað stendur á því. Uppskeruhátíðin er svo á morgun. Eflaust verður eitthvað um grátur og gnístran tanna en ég er vongóður um að ég sé ekki í þeim hóp. Ekki er ég vongóður um ýmislegt annað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *