Af grímuböllum og húllumhæi

Hvað ef ég færi til Þýskalands vopnaður Þórshamrinum? Hvað um japönsku hliðstæðu þess tákns? Fólk er almennt vanhæft til að geta gert greinarmun á öllum þessum merkjum (sbr. gyðingurinn sem hljóp í fjölmiðla eftir árekstur við Eimskipafjelagshúsið og nokkra óprúttna unglinga), þó ég geti það hæglega. Það er rugl að eiga að banna merki, sérstaklega vegna þeirrar tylliástæðu sem notuð er, að bretaprins hafi arkað inn á grímuball með merkið á öxlinni. Ég endurtek fyrri orð mín: Það kemur umheiminum andskotann ekkert við hvað fer fram á grímuböllum, svo lengi sem það er löglegt. Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á svona vitleysu, sællar minningar. Það var nú raunar ekki nasistabúningur …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *