Í dag lét ég tappa af mér

Er ég mætti í skólann í morgun hafði dreyrbíll La Banque du Sang rennt í hlaðið, tilbúinn til að vagga og velta. Lét ég þar blóð mitt. Ekki ligg ég á blóði mínu, eins og ormur á gulli. Onei. En af þeim sökum mætti ég of seint í tíma hjá Gufunni og missti af heilum tuttugu mínútum þar sem menn voru að rífa Flugnadróttinssögu William Golding í sig. Úr því verður skorið á þessari önn, hvort hún er sú snilld sem allir segja hana vera.

En nú sest ég niður við að skrifa mitt nýjasta frumlega meistarastykki, sem á engan hátt tengist Einari Kárasyni: „Þetta eru bjálfar, Friðbjörn“.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *