Hann hefir talað

Ummæli Gunnars I. Birgissonar (e. The Kingpin) þess efnis, að fulltrúar Reykjavíkurlistans væru með augljósa minnimáttarkennd gagnvart Kópavogi og að þeir ættu að leita sér sálfræðihjálpar, segja meira um hann sjálfan en fulltrúa R-listans. Ég er ekkert sérlega hrifinn af R-listanum, eins og lesendur kannski vita, og hef sjaldan fundið þörf né löngun til að verja hann. Hins vegar hef ég ímugust á Gunnari og það liggur ljóst fyrir að Gunnar ældi þessum hnýfilyrðum í fjölmiðla vegna þess að Reykjavíkurborg hefur hafnað umsókn Kópavogs um að leggja vatnsleiðslu í gegnum lóðir sínar. Tja, nú dæmi hver fyrir sig. Að mínum dómi fór Gunnar langt yfir strikið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *