Vörn fyrir „vælið“ í mér

Það er oft eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að sjaldan birtist færsla á þessari bloggsíðu nema hugsun liggi þar að baki. Þegar fólk treður upp á mig háðsglósum, úthrópandi skrif mín sem fáránlegt og tilhæfulaust röfl hlýt ég að taka það nærri mér. Andskotinn að það skipti máli. Andskotinn já, það skiptir máli.
Á tímum þar sem mestu púðrinu ætti réttilega að vera eytt í að berjast gegn pólitískri rétthugsun staldrar fólk oftast við röngu hlutina. Það skiptir engu máli hvaða nafn við kjósum á hlutina eða hvort hin eða þessi nafngift á hinum eða þessum þjóðflokkum sé pólitískt rétt eða röng.

Þjóðverjar eru kúgaðir innan alþjóðasamfélagsins og vopnin sem notuð eru gegn þeim eru draugar þeirra eigin fortíðar. Á tímum þar sem ekkert má segja eða gera nema það sé rangtúlkað í nafni pólitískrar rétthugsunar er tiltölulega auðvelt að beita kúgun til að ná sínu fram; verkfæri sem t.a.m. ísraelska ríkisstjórnin hefur öðlast mikla leikni í að beita í sína þágu.
Við skulum ekki gleyma því að nasismi Þýskalands beindist ekki eingöngu gegn gyðingum sem þjóð. Raunar finnst mér rangt að líta á það þannig. Nasistar myrtu nefnilega milljónir sinna eigin þegna, flestir af hverjum voru gyðingar, aðrir geðveilir eða fatlaðir. Það er því ekki á nokkurn hátt réttlætanlegt að halda því sífellt að vitum þjóðverja að þeir hafi ollið öllum öðrum en sjálfum sér svo miklum skaða, að sextíu árum síðar þurfi þeir ennþá að standa í að afsaka sig. Hvað um þeirra eigið fólk, sem nú liggur í valnum? Er ekki rétt að álykta að þeir hafi ekki síður skömm á sjálfum sér og sinni sögu fyrir það? Hvers vegna þurfa þeir að afsaka sig fyrir nokkrum öðrum en sjálfum sér? Málið er einfalt: Þeir þurfa það ekki. Og þó.

Þegar pólitísk rétthugsun beinist að heilli þjóð sem kúgunartæki hlýtur maður að staldra við og hugsa: Hvernig er þetta réttlætanlegt? Það er það ekki. Nasismi Þýskalands er orðinn að vopni sem beint er gegn heiminum til að tryggja pólitíska valdastöðu Ísraels í alþjóðasamfélaginu. Ítrekað er þessu vopni beitt til að styðja vafasamar aðgerðir þeirra á Vesturbakkanum og á Gazaströnd, því sá sem er á móti athöfnum gyðinga hlýtur að vera á móti gyðingum og hlýtur þess vegna að vera nasisti. Þjóðverjar eiga á hættu að missa mikilvæg diplómatísk tengsl við Ísraelsríki og eru því nauðbeygðir til að hlýða. Þetta á ekki aðeins við um þetta eina mál heldur allt sem fram fer á alþjóðavettvangi, þar sem allir þurfa að klóra öllum á bakinu til að fá smábita af kökunni sjálfur. Við íslendingar erum t.d. hluti af alþjóðahvalveiðiráðinu, þar sem hrækt er framan í okkur fyrir allan okkar málflutning og hagsmunaárekstra og við stöndum aftur fyrir byrnum með bros á vör og undirlægjuglampa í augunum.

Í heimi þar sem enginn má hafa skoðun veri hún pólitískt röng eða að einhverju leyti ekki samboðum stórkörlum þessa heims fer öll réttvísi fyrir ofan garð og neðan. Það er ekkert réttlæti fólgið í því að núa þjóðverjum sífellt um nasir að þeir hafi stundað þjóðarmorð á gyðingum. Það er tími til kominn að halda áfram á nýrri braut, minnugir þeirra hörmunga sem á undan fylgdu. Vitur maður er minnugur, en ekki langrækinn. Sú speki á augljóslega engan veginn við samtímann. Ég vona bara að nafnlausir lesendur þessarar bloggsíðu geti fyrirgefið mér fyrir að vera þessarar skoðunar, en ég býst við að það sé borin von.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *