Össur og Sus

Ekki hyggst ég gera eins og einhver gerði á glænýja blogginu hans Össurar Skarphéðinssonar, að kalla hann fífl á sínu eigin athugasemdakerfi. Nei, það gæti ég gert á minni eigin síðu, hefði ég hug á því. Hinsvegar þykir mér aðdáunarvert af honum að þora að hafa athugasemdakerfi, einmitt af þessari ástæðu.
Annars tók ég eftir því um daginn að litlu djöflarnir í Sus hafa fylgst með blogginu mínu. Það gerðist í kjölfar þess að ég tengdi á þá í bloggfærslu (sem ég hyggst ekki gera aftur). Ætli ég sé kominn á svarta listann?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *