Daily Archives: 7. febrúar, 2005

Flugnadróttinn og jólasveinar 0

Lord of the Flies var hin fínasta lesning, þótt hún hafi farið misvel ofan í bekkinn. Oftar en einu sinni heyrði ég að hún væri ekki frumleg, sem er slæm ályktun, þar sem bókin var býsna frumleg þegar hún var skrifuð. Það er ekki mikið að marka slíkar deleríngar hjá kynslóð sem telur Matrix vera […]

Þessi færsla er ekki lestursins virði 0

Ég játa það hér með að ég hef drýgt þann höfuðglæp að glugga í gamlar bloggfærslur hjá Stefáni Pálssyni. Þar rakst ég á nokkuð sem glæddi kulnaðan eld míns stopula og steingelda skopskyns(1), en það er gömul stjörnuspá þess útdauða blaðs Tímans. Hún hljómar svo: Þú ákveður að vera flottur í dag og láta það […]

Kukl og kjaftæði 0

Ég leyfi mér að vitna beint í bloggfærslu Vésteins Valgarðssonar: Hópur Belga reynir hópsjálfsmorð með blásýru. Mistekst. Hvers vegna? Aðferðin sem þeir notuðu – sama aðferð og hómópatar nota til að útbúa „lyf“ – virkar ekki. Ég hló mig máttlausan yfir þessu, enda mikil snilld. Hvað þarf til að almenningur geri sér grein fyrir því […]

Lélegt málfar á Fréttablaðsinu er engin nýlunda 0

Á forsíðu Fréttablaðsins er frétt með yfirskriftina „Gleymdi tönnunum“. Hér birtist hún í heild sinni: Innbrotsþjófur í Svíþjóð varð fyrir því óláni að gleyma fölskum tönnum á vettvangi. Til að bæta gráu ofan á svart var kennitala þjófsins grafin í góminn. Lögreglu fann því manninn fljótt. Hinn ólánsami innbrotsþjófur braust inn í mötuneyti í Karlshamn […]