Þessi færsla er ekki lestursins virði

Ég játa það hér með að ég hef drýgt þann höfuðglæp að glugga í gamlar bloggfærslur hjá Stefáni Pálssyni. Þar rakst ég á nokkuð sem glæddi kulnaðan eld míns stopula og steingelda skopskyns(1), en það er gömul stjörnuspá þess útdauða blaðs Tímans. Hún hljómar svo:

Þú ákveður að vera flottur í dag og láta það eftir krökkunum að kaupa kött.
Mikil verða vonbrigði þeirra þegar þú kemur heim með „hair-cut“.

Já, ég veit þetta er ekkert fyndið. Ég hló samt eins og Ödipus að þessu.

_____________________
(1): Þeir sem vilja fræðast meira um yfirnáttúrulega lélegt skopskyn mitt og fjölbreytilegt eðli þess geta sent mér tölvupóst.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *