Flugnadróttinn og jólasveinar

Lord of the Flies var hin fínasta lesning, þótt hún hafi farið misvel ofan í bekkinn. Oftar en einu sinni heyrði ég að hún væri ekki frumleg, sem er slæm ályktun, þar sem bókin var býsna frumleg þegar hún var skrifuð. Það er ekki mikið að marka slíkar deleríngar hjá kynslóð sem telur Matrix vera frumlega kvikmynd, þrátt fyrir að hún væri eftiröpun af franskri stuttmynd, hasarsenurnar teknar skammarlaust úr japönskum teiknimyndum og plottið tekið að láni frá Platon!
Ég var ánægður með bókina; hún flæddi vel og hélt mér í greipum sínum uns hún lá kláruð á borðinu og ég sat með forundrunarsvip á sófanum. Já, hún var góð þar til einn mesti antiklímax bókmenntasögunnar fékk mig til að líða eins og ég hefði gengið á vegg. Vissulega var breytingin í endann merkileg, en frekar fyrirsjáanleg. Ég hefði altént endað bókina á annan veg.

Ég sé að Sverrir minnist á hlæjandi búddann. Það er ekki langt síðan því var haldið fram við mig að hann væri fyrirmynd jólasveinsins, en ég hef aldrei þorað að leggja mat á það (né fundið haldbærar sannanir fyrir því). Annars eru svíarnir langmest töff með sinn heilaga Nikulás (þaðan kemur jú nafnið). Allir hafa sín skurðgoð. Merkilegt hvað menn geta þóst vera kristnir fyrir það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *