110790675568439144

Guði sé lof fyrir að ævisaga Árna Magnússonar er skrifuð eins og sagnfræðirit en ekki eins og ævisaga. Ég þori samt ekki að hrósa Má Jónssyni of mikið fyrir. Það er allt eins líklegt að bókin hefði orðið þannig ef úr nógu hefði verið að moða.
Þeir menn eru armir sem barma sér yfir að þurfa að lesa eins og eitt bókartetur fyrir krossapróf og hafa tvo daga til. Þvert á móti veit ég vart þá stund betri, en þegar ég sit með tebolla í hægindastól og les mér til yndis í lofuðum enskum bókmenntaverkum. Sömu lögmál lúta að sjálfsögðu ekki að Birni, sem myndi áreiðanlega hafa meira gaman af Tantrabók eftir Bob Dole, en breskum heimsbókmenntum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *