Sumarstarfið að komast á hreint

Við Ikeastarfsmenn höfum fengið nýja múnderingu, en í stað gömlu bláu skyrtanna eru komnar gular skyrtur og dökkblá vesti. Nú erum við ekki aðeins kassadýr, heldur konungar kassadýranna. Jamm. Ég mun að öllum líkindum ílendast þar yfir sumarið í fullri vinnu auk annarrar hverrar helgi. Þá er eins gott að vinir og kunningjar segi ekkert vitlaust við mig. Ég verð sjálfsagt það uppspenntur af heift og biturð í lok vinnudagsins að ég ríf hausinn af fólki við minnsta tilefni.

Eitt er þó gott við þetta og það er að ég get haldið við loforð mitt um að vinna ALDREI aftur á vinnustað dauðans, Borgarspítalanum. Aukinheldur verður eitthvað minna um yfirborðslegar litarhaftsbreytingar fyrst ég mun hanga inni allan daginn. Er ég virkilega mótfallinn sólbrúnku, spyrjið þið? Já, ef þið sækist eftir henni, en ekki ef hún kemur af sjálfu sér.

Jæa, nóg komið af þessu rugli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *