Söngvarakeppni MS

Aldrei hélt ég að ég myndi segja eitthvað þessu líkt, en ég skemmti mér konunglega á söngvakeppni! Nokkrar óvæntar uppákomur, sú fyrsta að Ásgeir var meðal kynna á keppninni. Tókst þeim vel að halda í við þá hefð að kynnar skuli vera hallærislegir. Mér til mikillar furðu stóð Þorkell við stóru orðin og flutti Hemma Gunn lagið Einn dans við mig. Sunna og Magga lentu í fjórða sæti, þrátt fyrir að hafa átt annað tveggja flottustu atriða kvöldsins. Sigurlagið hefði mátt hafna örlítið neðar. Einhver brjálæðingur söng lag með Mínus. Jahá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *