Hef fengið nóg

Ef ég ætti kærustu til að flytja inn á væri ég löngu fluttur. Ég er löngu orðinn þreyttur á ruglinu hérna heima. Sem dæmi um rugl þá er hér einn margra óþolandi vina litla bróður míns, þrátt fyrir reglu um enga krakka fyrir klukkan tólf. Þeir ætla að horfa á Spaugstofuna, húmorslausu gerpin! Rétt í þessu hringdi dyrasíminn. Fleiri krakkaskrýmsli á leiðinni!
Svo er mamma að ryksuga. Það að fólk geri yfirhöfuð eitthvað fyrir klukkan tólf á fríhelgum sínum finnst mér gjörsamlega út í hött. Enn verra er það þó á fríhelgunum mínum. Ég væri brjálaður yfir þessu ef ég væri ekki á leið til vinnu. En ég á víst í engin önnur hús að venda.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *