Karólína Lárusdóttir

Ég hef nú fengið sendan gíróseðil fyrir grafíkmyndinni Spil eftir Karólínu Lárusdóttur. Það ætti að kæta föður minn, en myndin er handa honum keypt.
Síðan ég fór á opnunarkvöld sýningar hennar í Íslenskri grafík hef ég lofað hana mikið í viðurvist vina minna. Það er því kannski orðið tímabært að ég tengi á hana. Uppáhaldsverkin mín eru The Doormen, And He Maketh Straight the Road og The Big Push. Annars er erfitt að velja. Þau eru öll svo mikil snilld. Það ríkir svo kaldhæðnislegur drungi yfir þeim að manni finnst helst til erfitt að glotta ekki þegar maður horfir á þær. Svipað og með leikrit Chekov, skilst mér af fróðum.
Helst hefði ég viljað kaupa eitthvað fyrir sjálfan mig á sýningunni, en ég gat víst ekki leyft mér þann munað. Dæs!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *