Metnaðarmál

Lög SMS, grein 9.1: „Listafélag skal skipuleggja og halda uppi listrænum hugsjónum meðlima SMS“.
Mér finnst eiginlega fyndið að við vorum ekki kosin, í ljósi þessa. Annars dauðlangar mig að verða skólaráðsfulltrúi. Nei, ég krefst þess að verða skólaráðsfulltrúi. Þarf bara að bíða eftir embættistöku nýs miðhóps. Ef Þorkell svo endurlífgar Málfundarfélagið eins og hann segist ætla að gera myndi mig langa til að taka þátt í því. Ég veit ekki betur en ég hafi rifist og skammast allan síðasta vetur (og hluta úr þessum) yfir vöntun þess. Senn líður svo að stofnun Menningarmálasviðs okkar Listafjelagsmanna.
Annars er þetta svalasta lagagreinin. Mig dauðlangar að vita hvaða snillingur samdi hana.
Tilvitnun dagsins:

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
-úr Ferðalokum e. Jónas Hallgrímsson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *