Ljóðelska

Það má svekkja sig á því að þurfa að lesa ógrynnin öll af blaðsíðum fyrir bókmenntasögupróf morgundagsins og vera fyrst byrjaður núna. Já, það má. Ég er hins vegar ekki þekktur fyrir að barma mér yfir slíku smáræði, a.m.k. ekki lengur. Ég læri ágætlega á næturna. Þá sem ég líka kvæði.
Önnur tilvitnun dagsins:
Nátt-tjöldin hrynja, himininn rökkvar,
húmskuggum sveipast foldarbrá.
Kvöldblærinn kyssir láð og lá.
Ljóða hrannir við bakkann dökkva.
En moldin, hún dottar í drifhvítum hjúpi
og dreymir um vor. –
Það haustar, og sólin er sigin að djúpi.
Haustnóttin breiðir höfgan væng
yfir háreisti’ og ys á strætum og torgum.
Það hljóðnar – og múgur með syndum og sorgum
sér sælir við rökkursins blökku sæng.
En himneska lífsstjarnan heldur hér vörð
í helgi og þögn
yfir bláloftsins skörum og húmsins hjörð.
-úr Nótt e. meistara Þórberg Þórðarson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *