Daily Archives: 14. mars, 2005

Cartland og verkefnastafli 0

Mæli með því að allir lesi örlagaþrungna sögu Konráðs Jónssonar, jafnt lærðir sem leikir. Hún er æðisleg og veitir ljósi inn í myrkvað hræ grámyglaðrar rútínu hversdagsamstursins. Eða eitthvað. Annars er margt á einn mann lagt fyrir þetta kvöld. Ég skulda kommunum grein, Brynjari fyrri hluta söguverkefnis og Guðmundi Karlssyni smá viðleitni til að læra […]

Staðreyndavillur og kjaftæði 0

Hver ætli helmingunartími staðreyndavilla sögubókanna sé (það er jú ekkert sagnfræðingaþing í Níkeu til að ritskoða allar sögubækur á einu bretti). Menn klifa enn um að Gutenberg hafi fundið upp prentverkið og að Pascal hafi fundið upp reiknivélina. Það er eins og að segja að Sókrates sé upphafsmaður heimspekinnar, en þótt hann hafi markað tímamót […]

Manns eigið forlag 0

Menn sem hyggjast standa í sinni eigin bókaútgáfu hljóta að velta því fyrir sér hvað sé leiðinlegasti hluti ferlisins. Svarið er einfalt: Að hefta helvítin saman. Það tekur um hálfa til heila mínútu að brjóta blöðin og hefta hvert eintak og það getur orðið leiðigjarnt þegar um nokkurn fjölda er að ræða. Miðað við tímann […]

Af námi 0

Jæa, þá hef ég skilað hinni svonefndu leiðarbók fyrir félagsfræðirannsókn okkar Brynjars. Hún gildir 20%. Ef Margréti Haraldsdóttur er ekki fisjað saman fæ ég 5 fyrir hana. Sem nægir mér til að ná félagsfræðinni. Svartsýnn á að ná? Nje. Það má samt gera ráð fyrir öðru. Rannsóknin er náttúrlega ekki tilbúin og hún gildir 40%. […]