Af námi

Jæa, þá hef ég skilað hinni svonefndu leiðarbók fyrir félagsfræðirannsókn okkar Brynjars. Hún gildir 20%. Ef Margréti Haraldsdóttur er ekki fisjað saman fæ ég 5 fyrir hana. Sem nægir mér til að ná félagsfræðinni. Svartsýnn á að ná? Nje. Það má samt gera ráð fyrir öðru. Rannsóknin er náttúrlega ekki tilbúin og hún gildir 40%. Þá er eins gott að hún verði flott!
Fékk í dag einkunn úr menningarsöguprófi. Það var 9,6. Ekki slæmt. Það gerir meðaleinkunn síðustu fjögurra söguverkefna/-prófa að 9,9. Sem er heldur ekki slæmt. Ekki skil ég hvað menn nenna að kvarta yfir námsefninu. Menningarsagan er langtum skemmtilegri en uppgangur í bændasamfélagi Evrópu á miðöldum. Eða hvað svo sem maður lærir í týpískri mannkynssögu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *