Manns eigið forlag

Menn sem hyggjast standa í sinni eigin bókaútgáfu hljóta að velta því fyrir sér hvað sé leiðinlegasti hluti ferlisins. Svarið er einfalt: Að hefta helvítin saman. Það tekur um hálfa til heila mínútu að brjóta blöðin og hefta hvert eintak og það getur orðið leiðigjarnt þegar um nokkurn fjölda er að ræða.
Miðað við tímann sem tekur að fylla á lagerinn er líka svekkjandi að sjá hve fljótur hann er að tæmast. Ekki að það sé leiðinlegt að bókartetrið seljist. En tóm hirsla þýðir að maður þarf að fara að prenta, brjóta og hefta. Sem er leiðinlegt.
Verst af öllu eru samt villurnar sem læðast inn. Já, vel á minnst, mig vantar tipp-ex fyrir alla 2. prentun!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *