Ádeilur og firring

Ein mesta kúnstin við að skrifa ádeilu er að skapa svo fáránlegan heim að hann hættir að vera fáránlegur þegar lesandinn lítur aðeins í kringum sig. Þetta hef ég aðeins séð takast hjá Andra Snæ Magnasyni. Mér skilst að Þráni Bertelssyni hafi tekist illa upp með þetta í Dauðans óvissa tíma. Raunar finnst mér allt klikka hjá honum þegar hann leggur út af nálinni með „þjóðfélagsgagnrýni“ í skrifum sínum; innan gæsalappa vegna þess að röfl er ekki gagnrýni. Ætli ég fái einhvern tíma borgað fyrir að skrifa pistla útfrá sjónarhorni hins firrta gamalmennis?

Hmm. Höfum við annars ekki heyrt þetta áður? Sjálfur tel ég það út í hött að tilkynna verðlagsbreytingar Skeljungs og Orkunnar í sínu hvoru lagi. Þetta er jú sama fyrirtækið.
En fólk er fljótt að gleyma. Allt er orðið eins og það var. Sjálfur hef ég ekki verslað við olíufyrirtækin síðan upp komst um eitt stærsta arðrán Íslandssögunnar. Ég ætla heldur ekki að versla við þau framar og ég hafna þeim málflutningi að það sé ekki í leiðinni fyrir suma, nema búi þeir úti á landi, að versla við Atlantsolíu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *