Brennan

Ég gluggaði örlítið í Brennunni áðan, þ.e. teiknimyndabók upp úr Njálu. Mörður var teiknaður eins og dýrlingur, Njáll var þokkalega önnkúl og Skarphéðinn leit út eins og fífl. Semsagt ekki mjög nákvæmlega farið eftir lýsingum. Samt gott ef þetta verður til þess að börn fá áhuga á Íslendingasögunum. Best væri ef sá áhugi stæðist svo tímans tönn. Það er ömurlegt að horfa upp á menntaskólakrakka lýsa yfir frati á vorar miklu fagurbókmenntir.

Ég er að spá í að hella mér í Fóstbræðrasögu eftir páskafrí. Ég kem ekki til með að hafa tíma til fyrr en eftir páskafrí, merkilegt nokk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *