Þannig fór um sjóferð þá

Mér líður ekki sem best. Nýlega fékk ég töflur hjá lækni til að losa um slím í hálsi og ennisholum. Þegar ég vaknaði í morgun eftir mikið skrall um nóttina var svo fyrir mér komið, að ég gat varla andað fyrir því. Þá tók ég eina töflu. Í einni svona 250 mg. töflu eru 240 mg. af pseudoefedríni. Á netinu má m.a. finna þessar upplýsingar um pseudoefedrín:

  • you should know that this drug may make you drowsy. Do not drive a car or operate machinery until you know how this drug affects you.
  • remember that alcohol can add to the drowsiness caused by this drug.

Þetta er alveg frábært. Ég þurfti virkilega að keyra heim til Brynjars til að halda áfram rannsókninni okkar. Það verður einhver bið í að ég treysti mér til þess. Utinam að það verði í kvöld.