Að erfiðum degi loknum

Að erfiðum degi loknum er gott að halla sér aftur og gleyma geðveikinni.

Ljóð dagsins er Skilaboð til vegfarenda eftir Andra Snæ Magnason:

Ég veit ekki af hverju ég stöðvaði bílinn og tók upp köttinn sem lá í blóðrauðum polli á malbikinu því ég keyrði ekki á hann en þar sem ég stóð með köttinn í fanginu á miðri götunni og hugsaði hvað ég ætti að gera við hann því blóðið myndi klínast í áklæðið þá fann ég hvað hann var enn undarlega mjúkur og volgur en þegar ég sá hörkuna í augum fólksins sem ók framhjá vissi ég hver var sekur og skildi að sá einn er saklaus sem heldur fullri ferð áfram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *